Kleifarganga í sól og sumaryl
29.7.2007 | 22:11
Fór á kleifagöngu í morgun í sól og 14 stiga hita (Hvíla Fákin og jafna mig í rassinum) Ég hrökk í kút þegar ég kom að virkjunina og sá að hún var öll brotin. Hélt í fyrstu að þeir í Héðinsfjarðargöngunum Ólafsfjarðarmegin hefðu kannski verið of glaðir að hlaða og sprengja eftir allan vatnsgangin sem þeir eru búnir að vera baxa í en nú loksins komnir á fullt skrið aftur og virkjunin því brotnað niður við hamaganginn í þeim. Enn sem betur fer fékk ég frétti frá kleifarmönnum að nú á að fara að endurbæta stífluna og það þurfti að brjóta niður það gamla áður en endurbygging hefst Það er ekki að spyrja að framkvæmdagleðinni hjá afkomendum kleifamanna þeir eru sko alveg spes.
Athugasemdir
Það er naumast að þú ert duglegur í heilsuræktinni, bræður þínir sumir ættu að taka þig til fyrirmyndar í þessu
Jónína Dúadóttir, 30.7.2007 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.