Laufabrauð upprunnið frá Ólafsfirði
10.12.2011 | 19:12
Fann þessa skemmtilegu sögu um uppruna Laufabrauðs,eða rétta sagt "Laugabrauðs" Eftir Gísla Gíslason.
Nokkru áður en Ísland "fannst"sem kallað er,af Ingólfi nokkrum strokumanni frá Noregi höfðu sest að og hafið byggð á Íslandi norðanverðu menn sem enginn veit hvaðan komu.Talið er þó vegna hárrar greindarvísitölu og gjörvuleika þeirra að þeir seu ekki af öpum komnir eins og aðrir sem jörð þessa byggja, Tilgátur eru á lofti um að þeir seu komnir langt að,jafnvel frá fjarlægum sólkerfum. Þessir menn settust að í frjóum og afskekktum firði sem þeir nefndu Ólafsfjörð eftir foringja sínum Ólafi Bekk. Ólafur þessi átti konu eina,mikin skörung og fyrirmyndahúsmóður. Barmfögur var hún og góður kokku. Hugsaði vel um bónda sinn ,hlúði vel að honum í mat sem og í rekkju. Síðan hefur ekki fæðst kona á jörðinni sem náð hefur að sameina alla þessa kosti. Konan hét Laufa. Seinna umbraust f-ið í nafninu Laufa í G. og þaðan er nútíma nafnið Lauga komið. Þetta merka brauð ætti því að heita Laugabrauð í dag. En nóg um það.
Eins og áður er getið var Laufa þessi góður kokkur,eldaði og bakaði ýmislegt er þeir sem síðar komu til landsins höfðu aldrei séð hvað þá smakkað og var af því tengt jólahátíðinni. Enginn vissi reyndar í þá daga af hverju þeir voru að halda jólin hátíðleg. Brauð var steikt um jól og borðað með jólamatnum ásamt öli sem karlmennirnir brugguðu,sagt er að þegar Ólafur hafi verið orðin hýr og teitur mjög á jólum,hafi hann étið manna mest að kjöti (hefð var fyrir því að borða hangin Skarf á Aðfangadag) og meðlæti (soðnar karöflur Með Njólauppstúf), en best þótti honum samt þunna brauðið er elskuleg Laufa hans hafði steikt uppúr feiti og hafi það klárast fyrst allra kræsinga af borðum. Það eina sem Ólafi fannst betra en Laufabrauðskaka með sméri,voru tvær Laufabrauðskökur með sméri. Þegar lbrauðið kláraðist kallaði Ólafur hátt og hvellt svo heyrðist til næstu húsa, "Laufa brauð,meira brauð" komdu með brauð kerling.
Urðu konur í næstu húsum mjög forvitnar og langaði að vita hvernig það brauð væri sem Ólafur kallaði svo hátt á og fóru heim til þeirra hjóna og sögðu "af hverju kallar hann Óli alltaf Laufa-brauð Laufa-brauð"? var þeim sögð sagan og báðu þær Laufu þegar um uppskriftina og var það auðsótt mál,ef þær lofuðu því að enginn utan bæjarins fengu nokkurn tíma að sjá hana, þær lofuðu því og nefndu brauðið "Laufabrauð" eftir kalli Óafs.
Seinna þegar Ísland var albyggt kvissaðist það út að á Ólafsfirði væri til sérstök tegund brauðs er borðað væri á jólum eingöngu og þætti. þingeyingar vildu gjarnan komast yfir uppskriftina og eigna sér hana enda manna ánægðastir með lífið og þykjast gjarnan upphafsmenn alls. Til dæmis þegar Kaupfélag þingeyinga var stofnað fyrst allra kaupfélaga á Íslandi að þeirra mati, var kaupfélag Ólafsfjarðar löngu komið á hausin. Þingeyingar gerðu út leiðangur til Ólafsfjarðar og stálu uppskriftinni af gamalli ekkju-lasburða-en þegar þeir rifu blaðið úr uppskriftabókinni hennar varð setning neðst þar sem stóð"kúmen eftir smekk" þess vegna sjá menn að upprunalegt Laufabrauð er með kúmeni en önnur ekki Þingeyskt Laufabrauð er því bara plat. Viljurðu fá ekta Laufabrauð veru þú að snúa þér til einhvers góðs Ólafsfirðings sem gerir brauðið upp úr uppskriftinni hennar Laufu gömlu. Til gamans má geta að bróðir Laufu var Skarphéðin Skata- hann fann upp skötuna. Ýmsa aðra siði sérstaka höfðu Ólafsfirðingar á jólum . Skal hér eitt dæmi tekið til gamans í lokin. Til að skemmta börnum sínum um jólin var sú nýbreitni tekin upp er fólk af öpum komið fór að setjast að í nálægum byggðum að farinn var leiðangur til bæjar eins skammt frá, er Akureyri hét. þar voru fengnir nokkrir sveinar (oftast 13) að láni til að skemmta krökkum Ólafsfirðinga, þar sem fólk það er á Akureyri bjó þótti mjög skrítið og sérkennilegt og ekki þótti það beint stíga í vitið og því tilvalið skemmtiefni. Eftir ein jólin voru sveinar þessir sendir í firsta skipti einir heim gangandi yfir fjöllin, sem vita mátti rötuðu þeir ekki heim, villtust á fjöllum og eru þar enn. þeir koma þó til byggða einu sinni á ári um þetta leiti árs og litlu börnin kalla þá Jólasveina.
Ég kalla þá bara Akureyringa.
PS. Eftir að hafa lesið þessa grein kæmi mér ekkert á Óvart að Bústýran mín væri eitthvað skyld henni LAUFU GÖMLU
Athugasemdir
Þetta er frábær saga... ég veltist um af hlátri :-))
Bestu kveðjur til frænku hennar Laufu gömlu :-))
Jónína Dúadóttir, 15.12.2011 kl. 12:31
Skal skila því hehehe
Jín H Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.