Svanurinn IP7.

img_1085.jpg         

Gísli Kristinsson sendi smá fyrirspurn til Ævar Petersens varðandi Álftina IP7. sem hefur verið í og við Ólafsfjörð frá 2005.     Hér að neðan er svarið frá honum.

Þakka þér fyrir erindið og kynninguna á Heimasíðu.

Gísli Kristinsson hefur tilkynnt mér um Álftina IP7 árlega,firrst árið 2005. Fuglinn ber málmmerkið Reykjavík A5992 og er það aðalmerkingin. Málmmerki eru notuð til að merkja fugla (og sér Náttúrufræðistofnun Íslands um þær merkingar, sjá á Heimasíðunni okkar http://www.ni.is/dyrakuf/fuglar/fuglamerkingar/ . Á þeim er númer sem er einkvæmt og enginn annar fugl ber, einnig addressa hvert á að senda upplýsingar ef fuglinn finnst aftur. Litmerkið er aftur á móti sett þegar um sérstakar rannsóknir er að ræða en þá er unnt að lesa kóðann á merkinu úr fjarlægð og þarf ekki að fanga fuglinn. Lengi er búið að vera samstarf milli NÍ, tveggja íslenskra merkingamanna og wildofwl and wetlands Trust í Bretlandi (fuglagarður og rannsóknarstöð sem peter scott stofnaði fyrir 60 árum) um litamerkingar á álftum. Þær fara einkum fram í Skagafirði, í S-Þingeyjarsýslu og á jökuldalsheiði.

Álftin Reykjavík A5992+IP7 er einmitt af öðrum ofangreindra merkingamanna, Sverri Thorstensen kennara á Akureyri. Fuglinn sem er karlfugl var merktur sem ungi við Grjótárgerði í Fnjóskádal 3.ágúst 2002 svo hann er orðin 7.ára í ár (innskot.9.ára í dag) Fuglinn hefur verið tilkynntur verpandi á Ólafsfjarðavatni síðan 2005 en það hefur líklegaverið fyrsta árið sem fuglinn varp, þá 3.ára. Íeitt sinn hefur hann sést að vetralægi, þá á Mývatni 8.Janúar  og var makin með honum og 2. ungar frá sumrinu 2008.Fjölskyldan hefur því haft vetrasetur hér á landi veturinn 2008/2009 en flestar ´Slenskar álftir halda til Bretlands á veturna.

Einn þáttur í ransóknum með Bretum er að festa gervitunglasenda á Álftir og filgja þeim eftir milli varpheimkynna og vetrestöðva. Nú í sumar koma hingað til lands nokkrir Bretar einmitt í þeim tilgangi að setja slíka senda á álftir, það hefur verið gert áður, t.d vetur í Bretlandi, og má finna upplýsingar um ferðir Fuglanna á netinu, sjá heimasíðu WWT http://www.wwt.org.uk/researcking/maps.as.

Gaman er að sjá áhugann í að koma upp heimasíðu um fugla. Óska ég ykkur til hamingju og gangi vel. þarna eru áhugaverðar upplýsingar um fugla í Ólafsfirði en því miður hefur hingað til næsta lítið verið skráð og birt um fuglalífið á ykkar slóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband