Vetrarríki á Tröllaskaganum
11.1.2011 | 16:24
Já það er sko komin vetur hér í Fjallabyggð. Gleðilegt ár allir sem hingað kíkja. En við hér fyrir norðan köllum nú þetta bara Hundslappadrýfu höfum oft sé það verra og erum bara þokkalega sátt við það, nú getur maður bar spennt á sig gönguskíðin við útidyrnar og látið sig hverfa eitthvað út í buskan ef gállinn er svo á mér, hef alltaf sagt að það séu forréttindi að búa á svona stað vonandi fær maður að hafa þennan snjó í friði fyrir náttúruvöldunum svo að yngri kynslóðin okkar fái að njóta sín hvort farið er á Skauta á Vatninu eða á skíði við Tindaöxl en það hefur nú ekki verið hægt að stunda þar skíði fyrir helfhfjggkl snjóleysinu og því verið að koma upp 2. snjóbyssum þar fyrir á vegum skíðafélags Ólafsfjarðar og með góðri hjálp bæjarbúa og þá verður nú hægt að skíða fram í júli hér (Kellll.) Vonandi verður komin nógur snjór hér svo að flatlendingarnir fyrir sunnan geti nú heimsótt okkur og notið skiðaparadýsarinnar hér og þurfi ekki að fara til útlanda til að komast á skíði. við tökum vel á móti öllum þeim gestum sem koma í mat og drykk eftir góða salíbunur um brekkurnar okkar og ekki má nú gleyma vestfirsku ölpunum Skarðdalnum á Sigló ekki nema 12 mínútur frá Fjallabyggð austri í gegnum fegurstu göng á íslandi, (kaalllinn) hef von um bjartara ár framundan og nú sé leiðin bara upp upp með hækkandi sól.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.