Síðasta sjóferð Súlunnar EA 300
25.8.2010 | 17:45
Súlan EA 300 er á leið erlendis til Belgíu í brotajárn,hún kom við í Ólafsfirði til að taka járnadrasl sem hefur safnast hér upp undanfarin ár og gefst nú Fjallabyggð gullið tækifæri til að losa sig við það um borð í Súluna sem mun fara með það í leiðinni, Já þetta fræga happa og aflaskip er nú að fara í sína síðustu sjóferð. en með óvenjulegan farm innanborðs í sinni síðustu sjóferð yfir hafið.
Athugasemdir
Það er dapurt að þurfa að horfa á eftir þessu glæsilega skipi. þá hefur einnig mikil bæjarprýði verið af því þar sem það hefur legið löngum stundum stífmálað við Torfunesbryggjuna. Nú hefur mörgum af þessum gömlu loðnuskipum verið breytt í línuskip á undanförnum árum og því enn dapurlegra að sjálf Súlan EA skuli ekki verða eitt þeirra.
Atli Hermannsson., 25.8.2010 kl. 21:00
Ég kem til með að sakna hennar héðan...
Jónína Dúadóttir, 2.9.2010 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.