Sumarhús í Brekkuskógi
20.7.2010 | 18:29
Það er nú nokkuð síðan ég hef verið á þessari síðu minni hálf skammast mín að hafa ekki látið í mér heyra hér en vonandi er mér fyrirgefin þessi leti í mér. Við gömlu settin brugðum okkur suður í sólina í sumarhús í brekkuskógi með Guðmundi syni okkar og Dragó ég náði þeim áfanga að verða 68 ára í þessari reisu okkar hjóna, og inn litu gestir til okkar í kaffi og kökur meðan við dvöldum þar. þegar dvölinni lauk í Brekkuskógi Fórum við hjónin niður í Grímsnes til Önundar og Boggu systur Bústýrunnar minnar þar sem þau eiga fallegan bústað þar, þau eru nýbúin að stækka hann og voru að smíða pallana og grindverkið kringum stækkunar þegar við komum til þeirra ég skellti ég mér bara í byggingar vinnu hjá þeim eða svona handlangari hjá Önna sagði frúin mín, sól og 20 stiga hiti var þessa 3.daga sem við stoppuðum hjá þeim áður en haldið var heim í fjöðrin fagra . Þetta var bara ansi góð sumarferð hjá okkur og þökk sé himnaföðurnum fyrir frábært veður allan tíman.
Athugasemdir
Þetta hefur verið ljúft
Bestu kveðjur til þín og Bústýrunnar
Jónína Dúadóttir, 29.7.2010 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.