Göngufélagið Útigansmenn

IMG 0012

við þurfum nú ekki að hvarta undan vetrinum sem búin er, hefur nánast verið snjólaust sem komið er og því lítið hægt að stunda skíðaíþróttina sem af er vetri, en þeim mun meira hefur fólk nú farið á skauta því aðstæður eru frábærar um allt vatnið okkar sem er nú ísilagt. Gönguferðir hafa því verið tíðar í firðinum fagra enda ekki annað hægt en að fara út og njóta náttúrunnar á þessum dásamlegum dögum sem hafa verið undafarnar vikur. Ég hef verið að reina að troða mér inn í mjög skemmtilegan gönguklúbb hér þar sem valin maður er í hverju rúmi við göngum 5.daga vikunnar og svo er frjálst um helgar. Ég tók með mér myndavélina í einni ferðinni og smelti þá mynd af gönguhópnum í einni gönguferðinni okkar fram í fjörðin fagra, og þvlík fegurð hvert sem litið var og ekki skemmdi það að Sólin okkar er byrjuð að sjást hér og er rjómin á þessa góðvirðisdaga sem búnir eru að vera hjá okkur. "Hef hlerað að það geta fleyri spreitt sig á að gerast félagar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Útigangsmenn, skemmtilegt nafn á gönguklúbbi

Jónína Dúadóttir, 5.2.2010 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband