Hugleiðingar á kleifagöngu
16.5.2010 | 16:50
Við hjónakornin Fórum á kleifargöngu í dag við settumst niður á fallegan stein í kleifarbrekkunni og horfðum í suður en það sem blasti við okkur var land sem okkur þótti bara reglulega fallegt, en nú er það allt í sárum stórum holum gröfum vatn hingað og þangað malahaugar út um allt semsagt martröð að líta yfir þetta. við hjónin vorum að spá hvað flokkur hér í Fjallabyggð mundi geta lofað okkur og staðið í lapppirnar og komið því í verk að gefa okkur svo fljótt sem auðir er aftur gamla landið okkar sem við vorum svo stolt af og ánægð með. en grunur minn er sá að sennilega verður þarna alltaf ummerki um þetta ljóta jarðrask á landinu sem blasir við okkur í dag, því miður það verður sennilega næsta kynslóð sem fær það hlutverk að laga til eftir okkur því það er borin von hjá þessum háu herrum sem ráða í bæjarstjórn okkar að sjá sóma sinn í því að koma landinu í viðunandi horf þó ekki væri bara að sína lit og byrja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)