Loksins kom snjórinn

IMG 0044

"Öll él birtir um síðir" segir einhverstaðar, Já loksins kom veturinn hér í Ólafsfirði en það hefði nú mátt snjóa meira í fjöllin en á láglendinu þessa daganna, en það er nú erfitt að geta stýrt því það vantar tæknina og kannski fá einhver sprotafyrirtæki hér vinnu við að finna leið hvert snjórinn á fara og þá er það vandamál leist. (Ég segi nú bara svona ) Við frændurnir Guðni Aðalsteins, fengum okkur nú göngu um bæinn okkar og fórum svo út að múlagöngum sirka 5-6 km. (já það er ekki að spyrja af frænda þegar ganga er annarsvegar) það var komið líf í bæinn fólk á skíðagöngu og búið að opna skíðalyftuna í Tindaöxl Troðarinn á fullu að leggja göngubrautir bæði í bænum og fram alla sveit þannig að nú geta bæjarbúar og gestir fengið sér salíbunu á skíðum í Tindaöxl og trimmað á gönguskíðum bara hvert sem er þessa daganna. Ég tók nú nokkrar myndir á leið minni um bæinn og munið nú eftir Öndunum okkar þær eru svanga þessa dagana og lítið svigrúm á Tjörninni.


Bloggfærslur 27. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband