Hafnarframkvæmdir við vesturhöfn

IMG 8674

Já það er nú enginn kreppa hér, enda alist upp hér norðan Tröllaskaga og þekkum ekkert sem kallast kreppa sem betur fer (nema bara í fréttunum). hér eru nú hafnar framkvæmdir við vestur höfnina í Ólafsfirði eða sem við köllum smábátahöfn. Verið er að þrengja linsiglinguna inn í smábátahöfnina og setja stórgrýti meðfram því, þetta hefur verið svo opið og í vestum Norðaustan brimum hefur verið erfitt fyrir smábátanna að liggja þar því mikil hreyfing var þar og áttu smábátasjómenn stundum langar andvöku nætur við að passa báta sína vegna sogs og hamagang í þessari smábátahöfn hér, vonandi verður þessi framkvæmd til að bæta alla aðstöðu fyrir þá sem enn stunda Trillubátaútgerð hér í Fjallabyggð Eystri um ókomin ár. 


Bloggfærslur 2. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband