Haust fegurð í Ólafsfirði

IMG 9775

Það er nú nokkuð liðið síðan ég var hér á heimasíðu minn, þá var ég nú að eltast nú við berin upp um öll fjöll og síðan komu göngur og réttir og sláturtíðin hjá hobbí bændum hér í Ólafsfirði þeir eru nú að verða nokkuð margir hér sem eiga fé og hafa bæði gagn og gaman að, og síðan kom smá hausthret svona rétt til að lofa okkur að vita að veturinn væri framundan, en nú er allur snjór farinn og aftur blíða framundan 10 -12 stiga hiti, "það passar aldrei eins og vant"  þá eru nú allir komnir á nagladekkin. Ég tók mig til í haustblíðunni og fór að taka til í garðinum mínum eða lóðinni minni eftir rokið um síðust helgi enda öll lauf fokin af trjánum og lóðin þakin laufi og runnarnir stútfullur af þessum fjanda . það voru nú bara 2. kerrur sem ég þurfti fara með af laufi og rusli það er ótrúlegt hvað þarf að fara með á haustin, held að það sé meira en á vorin eða kannski var ég bara að treina mér þessa vinnu til þess að njóta veðurblíðunnar dag, enda tala myndirnar sínu máli, mátti til með að smella nokkrum myndum svona til augnayndis í firðinum fagra í lok dags, þar skartaði himininn yfir Garðshyrnunni og Skeggabrekkudalnum og það var eins og Garðshyrnan væri farin að gjósa á tímabili þvílík fegurð. 


Bloggfærslur 12. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband