Héðinfjarðargöng
11.9.2008 | 23:33
Skrapp inn í Göngin Ólafsfjarðarmegin það hefur frekar lítið gengið þessa daganna en samt þokast þetta nú í rétta átt. það er ótrúlegt að sjá þær aðstæður sem þessi menn eru að vinna við þessa stundina þeir eru að berjast við vatnssaga lélegt berg og skítakuldi þarna inni þeir eru í ullarpeysum og regngöllum utanyfir. Þeir eru búnir að klæða járnplötur í loftið til að minka mestan lekan og voru að klára að bora fyrir sprengingu og vonuðust að eitthvað betra berg væri framundan.
Ekki þorði maður að vera með myndavélina mikið uppi vegna raka og mengun frá bornum og frekar lítið skigni inn við stafninn.
Bloggar | Breytt 12.9.2008 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)