Snjórin í Grindavík
7.3.2008 | 20:50
Já svona var nú umhorfs hjá flatlendingunum í Grindavík í vikunni sem leið,allt á kafi mætti halda að þessi mynd væri tekin fyrir Norðan. Ég skrapp í heimsókn til Grindavíkur í vikunni og lá við að ég yrði að moka mig bæði inn á kvöldin og út á morgnanna hefði betur tekið með mér skíðin í þessari ferð heldur en bröltast um á bíldruslunni á milli bæja. Núna á ég betur með að skilja hvað er í gangi þarna fyrir sunnan þegar öll umferð er í uppnámi og allt á kafi í snjó því það tekur langan tíma að læra að keyra við svona aðstæður og því margir sem lenda í vandræðum því margir bílar eru nú ekki tilbúnir að takast á við þessar aðstæður þarna þegar svona viðrað sem má segja að sé nú afar sjalgæft á þessum slóðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)