Fjallaröllt í Tindaöxl
12.1.2008 | 22:10
Það var nú ekki annað hægt en að bregða sér í smá fjallagöngu ofan við bæinn minn í þessari blíðu í dag. Sólin að hækka á lofti og farin að skína í efstu toppana hér á Tröllaskaganum. Það hefði nú einhverjum þótt hér áður fyrr að fótabúnaðurin minn væri ekki samkvæm tímatalinu þegar allt ætti að vera á kafi í snjó hér, þá var ég nú bara í strigaskóm. Þessi gönguferð mín var liður í áætlun að ná einhverju af jólakílunum sem hlaðast alltaf utan á mig á þessum tíma, og er ég stundum langt fram á vor að hrista þau af mér, ég ætti nú svo að vita það þegar maður er komin á þennan aldur þá fara nú þessi aukakíló öll á þverveginn því maður er löngu hættur hækka frekar lækkar maður með aldrinum, hef tekið eftir því alla vegana seinustu árin hjá mér eða kannski alltof "lár miðað við þyngd" Hehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)