Fjallabyggðinn Mín
5.8.2007 | 18:10
Fékk mér göngutúr upp á golfvöll í dag í goðaveðrinu. það er ekki hægt að segja annað en fjörðurinn okkar hafi skartað sínu fegursta eftir úrhellisrigninguna í gær sem var afar kærkomin öllu gróðri í firðinum okkar þó fyrr hefði verið, varla komið dropi úr lofti í allt sumar. þegar ég leit yfir bæinn okkar og fjöllin í kring, kom upp í huga mínum gömul setning. ("Fögur er Hlíðin "Fer ekki rassgat) og það hef ég staðið við fram að þessu eða í 57 ár og er ekkert á förum, og er afar stoltur að hafa ekki haft löngun til að bregða búi og flytja úr firðinum, enda hef ég alltaf haldið því fram að það séu forréttindi að búa í svona fallegu bæ, laus við allt dressið hamagangin sem fylgir því að búa í Borg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)