það vantar snjóinn???

Jón HansHver skyldi nú trúa því að maður kæmist ekki á snjósleða hér í fjallabyggð Eystri um miðjan desember. Ég er búin að búa hér síðan 1950 og hef ekki séð svona tíðarfar og litin snjó hér á aðventunni. Enn nú er öldin önnur svo sannarlega. Hér áður fyrr þurfti maður stundum að moka börnin sín út svo þau kæmust í skólann slíkt og þvílíkt var fannfergið hér í desember.Það hefði stundum verið gott að eiga svona fák á þeim tíma. Enn í dag fer maður bara út í bílskúr núna og klæði sig upp sést á fákinn og lætur sig bara dreyma um að maður sé komin upp á fjöll að skoða náttúrunna og fjallasýnina í miklum snjó og góðu veðri klæða sig svo úr gallanum koma síðan inn og segja við bústýruna "fagurt var á fjöllum í dag elskan."  Enn það er nú spurningin hvort þolinmæðin verði nú yfirsterkari og maður sætti sig bara við þetta ástand og fái sér bara fjórhjól  í framtíðinni til að komast á fjöll, enn nú í dag þarf maður að fara með snjósleðanna á kerrum langar leiðir til að finna smá skafl að djöblast í , ég varla trúi þessu bara. 

Bloggfærslur 16. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband