Mótmælaganga hjá Tjarnarbúum
30.9.2008 | 17:11
Já Tjarnarbúar hófu kröftuglega mótmælagöngu að sýlumanshúsinu í morgun. Veit ekki hvort þær voru að mótmæla stærsta bankaráni Íslandsögunnar þær voru samtaka allar sem ein, og voru ekkert að spá í það þó að umferð um Aðalgötu bæjarins lægi niðri á meðan. það virðist sennilega vera fleiri hér á Íslandi sem hafa áhyggjur af peningamálastefnunni okkar en mannskepnan. Húrra fyrir Tjarnabúum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Héðinsfjarðargöng
30.9.2008 | 10:11
Vel hefur gengið að bora og sprengja undafara daga báðumegin frá í Héðinsfjarðargöngum.
Leingd ganga frá Ólafsfirði er 3.788 m. og frá Héðinsfirði 1216.m eins og myndin sýnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hauststemming í Fjallabyggð Eystri
27.9.2008 | 15:14
Komin undan feldi, og klár að taka á móti vetrinum.
Það skemmir ekki fjallasýnina þegar Tröllaskaginn setur upp Hvítu hattana sýna og minnir okkur á um leið að það sé komið haust og sumarið að baki, Göngur búnar og sláturtíð hafin og flestar fjölskyldur á kaf í sláturgerð þessa daganna, enda hefur maður heyrt að það sé mikill fjörkippur í sláttsölu núna en undanfarin ár. Kannski er það kreppan sem allir eru tala um að fólk sé nú farið að hugsa meira um að fá eitthvað meira fyrir þessa handónítakrónu sem við erum með og reyna að draga björg í bú fyrir veturinn á sem hagkvæmastan hátt áður enn óðarverbólgan skellur á og allt hækkar.
Bloggar | Breytt 28.9.2008 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Héðinfjarðargöng
11.9.2008 | 23:33
Skrapp inn í Göngin Ólafsfjarðarmegin það hefur frekar lítið gengið þessa daganna en samt þokast þetta nú í rétta átt. það er ótrúlegt að sjá þær aðstæður sem þessi menn eru að vinna við þessa stundina þeir eru að berjast við vatnssaga lélegt berg og skítakuldi þarna inni þeir eru í ullarpeysum og regngöllum utanyfir. Þeir eru búnir að klæða járnplötur í loftið til að minka mestan lekan og voru að klára að bora fyrir sprengingu og vonuðust að eitthvað betra berg væri framundan.
Ekki þorði maður að vera með myndavélina mikið uppi vegna raka og mengun frá bornum og frekar lítið skigni inn við stafninn.
Bloggar | Breytt 12.9.2008 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)