Gránað í fjöll

Ólafsfjörður Það er farið að verða hauslegt í firðinum okkar, farið að grána í fjöll og haustlitirnir í fjöllununum að koma betur og betur í ljós. við þurfum ekki að kvarta undan sumrinu það var gott en heldur í þurrari kantinum.  Berjaspretta góð þannig að það má segja að við hér á Tröllaskananum erum bara nokkuð vel búnir að taka á móti þessu hausti og vetrinum sem framundan er í þetta sinn.

Svanaþíng á Ólafsfjarðarvatni

2

Það er nú langt síðan ég var hér, enda verið á flakki og lítið verið heima, en er nú komin heim og reyni að láta í mér heyra og láta eitthvað myndaefni fylgja með.

Ég fór í dag hringferð í kringum vatnið í góðaveðrinu í dag og rakst þá á þessi þrenn Svanahjón og ein voru með einn unga enda grár á litin ennþá. Það hefði mátt halda að þessi hópur væri kannski að spá í hvenær þau ættu að halda á brott héðan, áður en haustið skellur á með kólnandi veðri.  Mér sýndist nú einn þeirra aðallega hafa orðið og leggja mikla áherslu á það sem hann var að predika um.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband