Síðasta sjóferð Súlunnar EA 300

IMG 0674

Súlan EA 300 er á leið erlendis til Belgíu í brotajárn,hún kom við í Ólafsfirði  til að taka járnadrasl sem hefur safnast hér upp undanfarin ár og gefst nú Fjallabyggð gullið tækifæri til að losa sig við það um borð í Súluna sem mun fara með það í leiðinni, Já þetta fræga  happa og aflaskip er nú að fara í sína síðustu sjóferð. en með óvenjulegan farm innanborðs í sinni síðustu sjóferð yfir hafið.


Steinn úr Héðinsfjarðargöngum

IMG 0656

Já það var á síðustu stundu sem Háfellsmenn komu með Steininn stóra úr Héðinsfjarðargöngum að Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði áður en formleg vígsluhátíðin skólans hefst, sem verður á morgun Laugardaginn 21 ágúst. Steininn er gjöf frá Háfelli til menntaskólans hér í Fjallabyggð.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband