Berjadagar í Ólafsfirði
23.8.2009 | 21:13
Já helgin var notuð vel hjá okkur hjónunum fórum í ber og Komium við á markaðinum sem var í húsi Leikfélag Ólafsfjarðar hlustuðum á Örn Magnússon og fjölskyldu leika fyrir gesti nokkur falleg lög á gömul hljóðfæri fórum síðan til Lystakonuna Kristjönu Sveinsdóttir Hún var að opna nýju vinnustofu og enduðum svo kvöldið með að fara á Kirkjutónleika þar sem Jón Þorsteinsson söngvari söng fyrir okkur fallega kirkjutónlist. "það þarf nú ekki að taka það fram" að allt þetta listafólk er frá Ólafsfirði og erum við bara stolt af þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Snjóflóðavarnargarður
15.8.2009 | 18:03
Já það sýnist sitt hverjum hér í Ólafsfirði um jarðraskið fyrir ofan Dvalarheimilið Hornbrekku þessa daganna, enn verið er að byrja á að byggja og reisa snjóflóðagarð sem á að varna því að snjóflóð fari á Elliheimilið Hornbrekku í framtíðinni, því það er á þessu svæði sem fróðir menn segja eftir nákvæma mælingar að þarna séu mjög miklar líkur að þarna geti fallið snjóflóð í framtíðinni, þó að elstu menn hér segja að þarna hafi aldrei fallið snjóflóð og hvergi til í gömlum fræðum um að snjóflóð hafi nokkurt tíma fallið þarna niður, sem nú að rísa varnagarður.Hefði kannski ekki verið betra að nota þá peninga sem fara í þetta manvirki ekki verið betur varið í eitthvað annað í þessu kreppuástandi hér, það spyr fólkið sem hér býr. Hún verður ekki fögur hlíðin okkar meðan á þessu jarðraski stendur og hvernig verður hún þegar þetta mannvirki er risið þarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Handverksýning Hrafnagili
10.8.2009 | 18:28
Við hjónakornin fengum okkur rúnt í góða veðrinu inn í Eyjafjörð í gær og komum við á handverksýningunni á Hrafnagili sem var í fullu gangi. Margt fólk var þarna eins og venjulega þegar þessi sýning er haldin,held bara að það hafi aldrei verið svona margir alstaðar af landinu, við hittum fullt af fólki sem við höfum ekki séð í mörg ár þarna, og gömul kynni rifjuð upp, og ekki spillti veðrið fyrir gestunum 20.stiga hiti og sól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Grillferð austur í Lundarskóg
2.8.2009 | 18:28
Við fórum rúnt til Akureyrar í góða veðrinu í Gær Laugardag þar var mikið fjör í bænum og bærinn iðaði af lífi síðan fóru við Á Safnasafnið fyrir ofan Svalbarðeyri tókum myndir og lentum svo í Grilli austur í bústað hjá Sigga og Hófu okkar sem er í Lundarskógi þar var 6.réttað grillmatur þvílík veisla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)