Aflafréttir
31.8.2008 | 20:01
Frystitogarinn Mánaberg ÓF-42 kom inn til Löndunar í dag Sunnudag eftir 23 daga útivist Aflaverðmæti rúmar 100 miljónir, ekki var að heyra annað en skipshöfnin væri bara þokkalega ánæg með veiðiferðina og aflabrögðin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gröftur Héðinsfjarðarganga gekk vel í síðustu viku.
26.8.2008 | 22:10
Þessi mynd sýnir stöðuna í dag á Héðinsfjarðargöngum.
Frá Ólafsfirði voru sprengdir 51 m. og er lengd ganga þeim megin frá 3.525 m.
Frá Héðinsfirði voru sprengdir 52 m. og er lengd ganga þeim megin frá 921 m.
Samtals er búið að sprengja 8.086 m. eða 76,5 prósent af heildarlengd.
Enn á báðu stöfnum var unnið við gerð neyðarútskota
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Héðinsfjarðargöng Ólafsfjarðarmeginn
21.8.2008 | 20:58
Rífandi gangur er nú hjá okkar mönnum Ólafsfjarðarmegin ekkert vatn að angra þá lengur og vonandi eru þeir komnir á beinu brautina þó fyrr hefði verið. það var hamagangur hjá þeim að keyra út þegar ég fór þar framhjá um kvöldmat í gærkveldi, hver búkollan af annarri kom út til að losa og ekki var annað að sjá enn gleðibros á þeim sem voru að keyra út úr göngunum.
Nú eru aðeins tveir og hálfur kílómetri eftir????
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vatnasport
16.8.2008 | 20:37
Það var nú erfitt að halda sér á Banannatuðrunni sögu krakkarnir sem voru að leika sér á Ólafsfjarðavatninu í góða veðrinu í dag, en það var lán að ekki þurftu þeir að synda mikið, gátu nánast vaðið í land eða brölta aftur upp á tuðruna og fá sér aðra salíbunu, en beygjurnar voru oftast erfiðastar hjá þeim, enn grunur minn er sá að sá sem stjórnaði ferðinni á tuðrunu hafi gert það með ásettu ráði að fara í snöggar beygjur og þá mistu krakkarnir jafnvægið og flugu af tuðrunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á, Sjóóóóóó
13.8.2008 | 19:28
Trillubátasjómenn eru nú að keppast við að fiska upp í kódann sinn áður enn nýtt kódatímabil byrjar enn nýtt veiðitímabil byrjar 1. September. kærkomin blíðan sem hefur verið undafarna daga gefur þeim nú tækifæri að ná því marki að fiska þessi kíló sem eftir eru hjá þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fiskidagurinn Mikli
10.8.2008 | 15:47
það var margt um manninn á súpukvöldinu á Dalvík bærinn fallega skreyttur og mikil stemming yfir öllu og fiskisúpa í öðru hverju húsi til boða handa gestum. Ekki var að sjá annað enn það að gestirnir skemmtu sér vel í góða veðrinu og fiskihátíðin rétt að byrja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Héðinsfjarðargöng
8.8.2008 | 11:36
Gröftur Héðinsfjarðarganga frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar gekk vel í síðustu viku. Spreingdir voru 68. m, í vikunni og er leingd ganga þeim megin frá 731.m.
Gröftur frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar gekk hægt vegna erfiðra aðstæðna í brotabelti. þar voru spreingdir um 16 m. og er lengd ganga þeim megin frá 3.364 m. Samtals er því búið að sprengja 7.735 m. eða 73, 1 prósent af heildarlengd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)