Sundgarpar í sumarblíðunni

Þessum strákum  þótti nóg um hitabylgjuna sem hefur verið þessa daganna hér og brugðu sér á sund í vatninu rétt við Brúnna hér vestan við bæinn til að fá smá kælingu, kannski verða þetta miklir sundgarpar þegar fram líða stundir hver veit. þeim fannst þetta miklu skeIMG_0220mmtilegra en að busla í sundlaginni og voru hinu hressustu eftir vatnasundið.

Gengið á fjöll í blíðunni

Kallinn komin upp í skarð

 Blíðan sem hefur verið hér þessa daganna rak nú gamlan manninn til að ganga á fjöll.
Ég hef aldrei farið þessa leið fyrr og fannst því tími komin til að skoða þessa gönguleið sem svo oft er farin þegar gengið er frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar inn Skeggjabrekkudal.                               Logn og19 gráðu hiti var en sem betur fer lítil sól, það mun varla gerast betra veður til fjallaferða í sumar.   Skeggjabrekkudalur er nokkuð langur. Dalurinn er grösugur og eitt allra vinsælasta útivistarsvæði Ólafsfirðinga, enda var hann gerður að friðlýstum fólkvangi 1984 í tilefni af hundrað ára byggð í Horninu þar sem kaupstaðurinn stendur.  Berjaspretta er oft góð í dalnum og þá aðallega aðalbláber og krækjuber og sótti fólk mikið þangað til útiveru, enda eru gönguleiðir um dalinn auðveldar.

Dalurinn afmarkast af Ósbrekkufjalli að vestan og Garðshyrnu að austan.  Dalurinn blasir allur við frá Kaupstaðnum.  Um miðjan dalinn hefur fallið skriðufjall og stíflað hann en áin Garðsá, síðan brotið sér leið í gegn. Skriða þessi er í daglegu tali nefnd Hólar. Þegar komið er fram fyrir Hóla er oft mikil veðursæld.  Hólarnir skýla vel fyrir hafgolunni sem er iðulega á heitum dögum og er þar oft logn og hiti á sólríkum dögum og er þar graslendi nokkurt.

Á vetrum er Dalurinn sannkölluð paradýs fyrir gönguskíðafólk og þegar sól hækkar á lofti er oft margt um manninn á dalnum.  Þá er hann mikið farin af vélsleðamönnum enda auðveld leið hvort sem farið er til Héðinsfjarðar eða Siglufjörð. Ég veit ekki hvað skarðið heitir en hef oft heyrt það kalla Sandskarð en sumir kallað það Ólafsfjarðarskarð skiptir kannski ekki öllu máli því þessi ganga hjá mér og félaganum sem var ferfætlingur (Depill) og efast ég ekki um að hann hefur örugglega farið þrisvar sinnum lengri leið en ég fór, við að elta rollur og fugla sem urðu á vegi hans, semsagt frábær göngutúr hjá okkur og ekki vantaði útsýnið yfir Fjalladýrðina, mæli með þessari gönguleið.

 

 


Frýstundabyggð á þverá er að rísa

Frýstundabyggð að rýsa á jörðinni Þverá

 Það er nú engi niður sveifla í summahúsasmíði hér í sveitinni við erum kannski svo einangruð hér að það verði sennilega allt komið á uppleið aftur þegar við fréttum að því.

 Það er nú búið að vera mikil uppbygging á jörðinni Þverá og í Hólkotslandi og Nýtt hús komið á jörðina á Bakka og verið er að klæða það að utan. með þessu áframhaldi get ég ekki séð anna enn að það verði bara lífleg hér í sveitinni þegar allar þessar framkvæmdi verða búnar og fólkið farið að koma og njóta sælunnar sem þessi sveit býr yfir. Þetta er fólk úr ýmsum stéttum sem eru að kaupa þessar jarðir einn Tannlæknir,annar sálfræðingar, prófessor, byggingaverktaki og ég veit ekki hvað, kannski bara öll flóran verði komin í þessa sveit og við komnir í þjónustugeirann við að aðstoða þetta Fólk í framtíðinni.

 

 

 

nu


Bryggjuveiði

Bryggjuveiði

 það hafa eflaust margir gestir farið heim af Nikulásarmótinu með nýja ýsu í soðið því ekki klikkaði bryggjuveiðin hjá þeim sem höfðu tíma í öllu amstrinu og fóru að veiða þessa helgi með fjölskyldunni, eflaust hafa þessir gestir vitað að hér sé hægt að veiða bæði þorsk og ýsu utankóda án þess að fara á sjó og tekið með sér veiðigræjurnar í þessa helgarferð til Ólafsfjarðar á þetta mót. 

 


NIKULÁSARMÓTIÐ

1

Já nú er allt að gerast ,gestir streyma að og koma sér fyrir á tjaldstæðunum teingja vagna og snúrur liggja inn um annan hvern glugga hjá bæjarbúum  og þeir hörðustu sem hjálpa gestunm með straum á vagnanna   fá sér bara skyr og spara því rafmangið hjá sér svo gestirnir hafi nógan straum þetta er að verða en flækja að köpplum og það er nú bara tveir menn sem geta þetta enda séní í svona teingingum þeir heita  Straumur stuðfjörð og Skúli Rafvirki enda eru þeir allaf í Stuði með Guði þó ýmislegt fari nú úrskeiðis þá reddast þetta.

 


Nikulásamótið

Nikulásamót

Þá er er Nikulásarmótið að skella á hér í Ólafsfirði og allt að verða tilbúið. Reiknað er með 800 hundruð krökkum sem munu keppa hér í knattspyrnu um helgina og mun þetta mót vera það stærsta mót sem haldið er og sennilega það vinsælasta og bæjarbúar munu sennilega þrefaldast þessa helgi. það verður eflaust mikið fjör og hulum hæ þessa helgi. Vonandi verða veðurguðirnir góðir við okkur eins og alltaf þegar svona uppákoma er, alla veganna að hann hangi þur


Vélflugdreki á rúntinum

Flugdreki á rúntinum

 "Úppssss" Ég hef nú oft séð skrítin faratæki fara eftir Aðalgötunni hér í Ólafsfirði þar sem ég á heima, en þetta er nú það furðulegasta  sem ég hef séð á rúntinum, Vélflugdreki á hægu tölti upp Aðalgötu og inn á tjaldsvæðið okkar sem er í miðjum bænum. sem betur fer  var nú lítil umferð sem kom á móti en þess meiri sem kom á eftir þessu faratæki. Held að þessi uppákoma hafi verið eitthvað í sambandi við ættarmótið sem er þessa helgi í Ólafsfirði og því margir á tjaldstæðinu þessa helgi og margar uppákomur hjá þessari ætt. Eflaust hafa einhverir verið hátt uppi þessa helgi en þessi vilja toppa það á örðuvísi hátt og var því hæðst uppi allra á þessu ættarmóti með nýtt hæðarmet.  þess skal getið að ég tók aðra mynd skömmu áður af þessum flugdreka og þá var hann þar sem svona faratæki eiga að vera. 

 


Lítadýrð á himni

Horft í norðvestur

Það mætti halda að skóaeldar geisuðu handan við Fjöllin þegar horft er í norðvestur frá heimilinu mínu hér í Ólafsfirði, en sem betur fer er þetta nú bara miðnætursólin að lýsa upp skýjabólstranna sem eru óðar að hverfa eftir kuldahretið sem kom fyrir nokkrum dögum. Tók þessa mynd kvöldið 2 júní.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband