Júlínótt í Fjallabyggð Eystri

ÞaðSumarnótt í Fjallabyggð Eystri vantaði ekki fegurðina þessa síðustu júlínótt sumarsins ég varð að fara út á nærklæðunum einum og smella mynd á þessari fegurð þegar ég leit út um eldhúsgluggann minn kl að ganga fimm í morgun. Enn einhverstaðar heyrð ég sagt þegar blikur væri á lofti boðaði það veðrabrettingu í aðsigi til hins verra, vonandi hef ég heyrt einhvera vitleysu.


Óvænt heimsókn

HeimsóknÞegar ég kom heim úr vinnunni í dag birtust Einar og Gréta óvænt á pallinum hjá okkur hjónunum ég átti ekki von að fá æskuvinin og skólabróður svona óvænt. það var gaman að fá þessi hressu hjón í heimsókn úr Stórborginni og slegið var á létta strengi mikið hlegið enda hefur þessi æskuvinur frábæra frásagnahæfileka og gaman að heyra hann segja frá. þetta var bara alltof stutt stund svo við hjónin söguðu að við verðum bara að skella okkur suður í heimsókn til þeirra við fyrsta tækifæri og klára það sem frá var horfið og skella okkur svo í Bláalónið á eftir.   

Kleifarganga í sól og sumaryl

IMG_5410Fór á kleifagöngu í morgun í sól og 14 stiga hita (Hvíla Fákin og jafna mig í rassinum) Ég hrökk í kút þegar ég kom að virkjunina og sá að hún var öll brotin. Hélt í fyrstu að þeir í Héðinsfjarðargöngunum Ólafsfjarðarmegin hefðu kannski verið of glaðir að hlaða og sprengja eftir allan vatnsgangin sem þeir eru búnir að vera baxa í en nú loksins komnir á fullt skrið aftur og virkjunin því brotnað niður við hamaganginn í þeim. Enn sem betur fer fékk ég frétti frá kleifarmönnum að nú á að fara að endurbæta stífluna og það þurfti að brjóta niður það gamla áður en endurbygging hefst  Það er ekki að spyrja að framkvæmdagleðinni hjá afkomendum kleifamanna þeir eru sko alveg spes.

Hjólað sveitahrýngin

100_2162Ég hjólað í dag Sveitahryngin sem er 16 km. Þetta gekk vonum framar hjá mér var svolítið sár í botninum eftir ferðina enda ekki vanur að hjóla svona langt í einu. Enn þetta venst ef maður heldur þessa reglu einu sinni í viku að hjóla svona ferð og komast í snertingu við náttúruna og viðra fyrir sé þessa fallegu fjallasýn sem Ólafsfjarðarsveit hefur upp á að bjóða. Það var gott að komast í heita pottinn og slappa af eftir þessa skemmtilegu hjólaferð hjá mér. 


Sæbjörg í Ólafsfjarðarhöfn

Slysavarnaskólaskipið Sæbjörg hefur legið hér við bryggju vegna sumarleifa starfsmanna og áhafnar þeim finnst gott að skilja skipið eftir í umsjá Ólafsfirðinga, enda hefur svo verið undafarin sumur.Sæbjörg

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband