Útimarkaður á Blúshátíð í Ólafsfirði

IMG 9181                        Skrapp á útimarkaðinn í dag í góðaveðrinu sem er í sambandi við Blúshátíðina sem stendur yfir þessa helgi hér í Ólafsfirði hún er nú haldin í 10 skipti og alltaf jafn vinsæl. Bylgjan hefur verið með útsendingar héðan alla helgina og er það nýtt að  svona vinsæll fjölmiðill sem Bylgjan er, skuli sína þessari Blúshátíð áhuga og koma þessari hátíð okkar á kortið, enda engin svikin að mæta á þessa árlegu og sívinsælu blúshátíð okkar hér í Ólafsfirði það voru nokkrir velunnarar og ættaðir Ólafsfirðingar sem komu þessu á koppinn hér á staðnum fyrir 10 árum, þökk sé þeim sem þar voru að verki.


Sumarhátíð á Leikhólum

 

IMG 9171

það var fjör á sumarhátíð hjá leikhólum í dag farið var í skrúðgöngu um bæinn og grillað, allir voru í furðufötum krakkar sem foreldrar mikið gaman mikið grín. skoða má fleiri myndir ef farið er inn á þessa slóð http://www.leikskolinn.is/leikholar/
 


Kvennahlaupið

IMG 9126

Kvennahlaupið klikkaði ekki hér í bæ og margar konur skelltu sér út í góða veðrið og tóku þátt í þessu vinsæla hlaupi í dag. þar mátti sjá konur á öllum aldri og einhverir ferfætlingar voru að hlaupa líka og en sumir hafa þó geta smyglað sér inn í þetta hlaup enda ekki alveg með á nótunum að það voru bara tíkur sem voru löglegar í hlaupinu en fengu samt viðurkenningu fyrir hlaupið og sögðu "Hvað er ekki jafnrétti kynjanna í heiðri höfð"??


Svipmyndir frá 17 Júní í Ólafsfirði

IMG 9095

Það viðraði ekki nógu vel hjá okkur á sjálfan þjóðhátíðadaginn þetta árið enda man ég ekki svo langt aftur í tíman en þetta sé að verða hefðbundið þjóðhátíðarveður hjá okkur og létum það ekkert stoppa okkur að kíkja á hátíðarhöldin sem fram fóru sunnan við Tjarnarborg og hafa verið svona hefðbundin undanfarin ár, þó aðallega fyrir æskuna okkar það mátti líka sjá Mömmur og Pabba og Ömmur og Afar innan um og kannski líka langömmur og langafar. ég var nú ekkert duglegur að mynda herlegheitin en fékk nú hjálp frá sonarsyninum mínum Markúsi sem fannst þetta bara gaman að mynda fyrir Afa sinn.


Til Hamingju með daginn Sjómenn um Allt Land

sjomannakappro_ur_a_sexaering.jpg

Staðföst Svanahjón

og nú er bara að vita hvað kemur hún með marga unga í sumar

Ég rakst á Svanahjón þegar ég fór á göngu fram á skeggjabrekkudal í gær í góða veðrinu. maður sér nú ýmislegt í náttúrunni á þessum göngum sínum á sumrin úti í náttúrunni. En það sem vakti athyglina mína á þessari göngu minni voru svanahjón sem ég rakst á og fór að  fór að taka myndir af þeim. Ég sá strax að karlinn var merktur á fótunum. þá skaust upp hugmynd hjá mér hvor þetta væru sömu hjónin sem ég tók myndir af  í fyrra 3.Júlí á bakkanum við Vatnið neðan við Heilsugæslustöðina Hornbrekku. og þegar ég kom heim fór ég að skoða myndirnar sem ég tók í fyrra og hvað haldið þið, sama merki á fætinum 1.P.7. á kallinum og örugglega sama konan og þau sögðu við mig þessi fleygu orð. "það er gott að búa í Ólafsfirði"


Hafnarframkvæmdir við vesturhöfn

IMG 8674

Já það er nú enginn kreppa hér, enda alist upp hér norðan Tröllaskaga og þekkum ekkert sem kallast kreppa sem betur fer (nema bara í fréttunum). hér eru nú hafnar framkvæmdir við vestur höfnina í Ólafsfirði eða sem við köllum smábátahöfn. Verið er að þrengja linsiglinguna inn í smábátahöfnina og setja stórgrýti meðfram því, þetta hefur verið svo opið og í vestum Norðaustan brimum hefur verið erfitt fyrir smábátanna að liggja þar því mikil hreyfing var þar og áttu smábátasjómenn stundum langar andvöku nætur við að passa báta sína vegna sogs og hamagang í þessari smábátahöfn hér, vonandi verður þessi framkvæmd til að bæta alla aðstöðu fyrir þá sem enn stunda Trillubátaútgerð hér í Fjallabyggð Eystri um ókomin ár. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband