Sumarhret

IMG_9791

"Nei nei" það er ekki komið haust, bara smá kuldakast og sólin fór frá okkur í byli  þá er bara að draga fram lopapeisuna , ullarbrókina og regngjallan þessa helgi því  blúshátíðin stendur sem hæðst hér í Fjallabyggð Eystri. það hefði svo sem verið allt i lagi þó himnaföðurnum hefði beðið með þetta kuldakast svona fram á mánudag, en ekki verður á allt kosið, það er nú bara há sumar ennþá og vonandi Hlínar hann fljótt aftur enda við ýmsu vön hér á Tröllaskaganum þegar veðrið er annarsvegar og gleymum fljótt þó dynji á okkur svona eitt lítið sumarhret.  

 

 


Veitt í soðið fyrir Ömmu og Afa

Veiðin hafin

Bryggjuveiðin hafin hér í Ólafsfirði og ferðamennirnir farnir að koma á húsbílunum og að veða sér fisk í ferðalagið  sumir koma þrisvar yfir sumarið, þeir segja þetta paradís til fiskiveiða hér enda allar sortir í gangi ýsa og þorskur í bland hér er ekkert kódastríð allir eiga sama rétt og veiða hér á Hafnagarðinum það er oft  gaman að koma þarna og hitta ferðafólk sem kann að njóta þess að veiða sér í matinn. Ég fór í kvöld með tvo barnabörn mín að veiða í soðið og ekki komum við nú með öngulinn í rassinum. Afin hafði nú eingu gleymd í þessari íþrótt og fékk fyrstu ýsuna  og svo tóku barnabörnin við steingunum og afinn fór í aðgerð 100 kíló lágu eftir klukkutíma veiðin mest ýsa það voru ánægðir fiski menn sem komu heim til Ömmu með aflabrögðin.


Í sól og sumar í Grímsnesi

1

Skrapp í sumarbúðstað í viku fyrir sunnan með fjölskyldunni 15-20 stiga hiti alla daga, þetta var eins og sólarstrandaferð vantaði bara ströndina og sjóinn en allt hitt til staðar frá bær ferð með næstum því allri fjölskyldunni þessa daga en það vantaði samt 4 elstu barnabörnin okkar í þetta Afmælis og fjölskyldumót, mætti endur taka þetta oftar svona litið ættarmót eru alveg frábær. 


Í sól og sumar il fyrir norðan

Séð yfir Flæðar

 Einmuna blíða er búin að vera hér í Ólafsfirði 15- 20 stiga hiti síðustu daga gróðurinn komin vel á veg sumarblómin komin á sinn stað hjá flestum og skólakrakkarnir að byrja í bæjarvinnunni við að fegra og snyrta bæinn okkar þannig að við ættum að vera í stakk búin til að taka á móti Þjóðhátíðardeginum sem er jú, alveg að skella á. Þótt veturinn sé langur og stundum erfiður  og vorhretin stundum að stríða okkur hér á Tröllaskaganum þá held ég að það sé betra að búa hér í kirðinni úti á landi og losna við allt stressið sem fylgir því að búa í Borg, kannski er þetta í genunum í mér hef aldrei hugsað um annað enn að tíminn væri afstæður hjá mér og því ekkert gefin fyrir því að verða borgarbarn enda hefur mér alltaf fundist, að það væru forréttindi hjá þeim sem vilja og geta búið á svona stöðum úti á landi. Maður hefur nú heyrt það stundum þarna fyrir sunnan að sumir þurfi bara að sofa hratt til þess að finna sér tíma í hitt og þetta. 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband