Fyrsta almenna ferðin um Héðinsfjarðargöng
26.4.2009 | 22:11
Í dag kl 13.00 var farið fyrstu almennu ferðina um Héðinsfjarðargöng til Sigló.Boðið var upp á rútuferðir á klukkutíma frest til og Frá og einkabílar með díselvélum máttu fljóta með Rútunum. stoppað var smá sund í Héðinsfirði. og fólkinu boðið upp á kok og svala og taka myndir. Síðan var haldið áfram til Sigló þar sem farþegar réðu því með hvað ferð þeir færu til baka aftur enn áættlað var að síðasta ferð yrði kl 19.00 það er ekki hægt að segja annað en Fjallabyggðarbúar hafi nýtt sér þessar ferðir og sumir orðnir langeygðir að bíða eftir þessari stund. Myndir af ferðinni eru í albúmi, (Rútuferð til Sigló)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
GLEÐILEGT SUMAR
23.4.2009 | 17:25
Já Sumarið er komið, allavegana á tímatalinu. Við sem búum hér norðan heiðar eigum eitthvað enn eftir að komast í sumarfílinginn, en snjór er nú óðum að bráðna af lóðum og þá fara nú vorverkin á fulla ferð hér hjá okkur. Enn er nú hægt að fara á skíði og snjósleða og er hver að verða síðastur að fara í snjósleðaferðir meðan snjór er enn í dölum og fjöllum því nú fer snjórinn að hverfa með hverri vikunni sem líður. Svo brá við að á sumardagsrúntinum hélt ég að ég væri að sjá sel undan Brimnestönginni en þegar betur var að gáð var þetta brimbrettari sem var að æfa sig í sjónum en hann hefur kannski viljað hafa öldurnar stærri en lét sig þó nægja þetta í bili og fannst mér hann bara standa sig vel, enda örugglega ekki í fyrsta skipti að mér sínist. Ég var með myndarvélina með mér og tók þessa myndir af brimbrettaranum þegar hann náði einni öldunni. Myndir í albúmi (Brimbrettari)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lokksins komnir í gegn
14.4.2009 | 18:44
Greftri Héðinsfjarðar lauk með formlegu gegnumslagi samgönguráðherra sl. fimmtudag skýrdag.
vinnu við endanlegar bergstyrkingar í göngum frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar lauk einnig í síðustu viku og þá er eftir að styrkja endanlega um 3.5 km kafla í göngum Ólafsfjarðarmegin og unnið verður við það næstu mánuði.
Vinna er einnig hafin í lögnum í göngum milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Vegskáli Siglufjarðarmegin er fullsteiftur og nú er unnið við vegskála í Héðinsfirði að vestanverðu .Gert er ráð fyrir að göngin verði Fullbúin og tekin í notkun sumarið 2010
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vor í lofti
5.4.2009 | 17:41
Bara að láta vita að ég er ekki búin alveg að gleyma síðunni minni þó ég sé nú komin á feisið og er að ná áttum þar, mér finnst það nú ekkert voða spennandi þar en næ kannski betur í sambandi við vini og ættingja þar og get því fylgst betur með hvað þeir eru að bardúsa hehehe. Já nú er farið að vora hér á tröllaskaganum eftir leiðinda snjóakafla en bara gott að fá þennan snjó fyrir páska svo maður geti nú fengið sér salíbunu í fjallinu með barnabörnunum mínum hvort sem það verður á þotu ,skíðum eða bara á gömlu dragsleðunum ef þeir eru nú ekki horfnir fyrir þessum öllum nýjum tólum sem eru í tísku í dag Ég fékk mér nú göngu í morgun um bæinn okkar með einu barnabarni mínu, honum Kareli Bent sem er komin er alla leið frá Grindavík til að vera hjá Afa og Ömmu um Páskanna við komum við hjá Hjá Vigfúsi Árnasyni og Magnúsi Jónssyni þar sem þeir voru að setja saman Torfæruhjól og Vespur en þeir eru með aðstöðu þar sem Netagerð Kristbjargar var áður til húsa enda brjálað að gera hjá þeim þegar vora tekur í þessu bransa. Á þessum stað fílaði Afastrákurinn minn sig vel, og ætlaði ég aldrei að nást þaðan út enda áhuga maður um svona sporttæki og þurfti að prufa að setjast á öll þessi tæki og tól og lét sig dreyma.Já svona er nú lífið hér fyrir norðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)