Hvítasunnuhretið komið
30.4.2008 | 20:42
Löndun úr Mánabergi Óf 42 í slydduslabbinu í dag. Túrinn hjá þeim gerði 95 milljónir og er það bara nokkuð gott miðað við þann niðurskurð á aflaheimildum sem sjómen urðu fyrir á þessu ári. það má nú segja að það hafi verið frekar stutt í annan enda á þessu vori hjá okkur þó svo sumarið sé byrjað á Almanakinu en við erum ýmsu vön hér og hvítasunnuhretið sem við köllum hefur nú sjaldan klikkað, og "illu er best aflokið" og vonandi getur maður farið að snúa sér aftur að vorvekunum, en þau hafa legið alveg niðri í þessu kuldakasti og kartöflugarðurinn komin á kaf í snjó aftur "úppss"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fagnar Sumri
27.4.2008 | 21:57
Já þessi Bliki fagnar sumrinu vel, sennilega orðin langeiður að bíða eftir að sumarið komið, eða er hann kannski orðin ástfangin og komin vorfiðringur í hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vermundarstaðir fær nýtt þak
23.4.2008 | 23:44
Ég skrapp inn í fljót í dag í Sólinni þegar ég kom til baka var verið að skipta um járn á þakinu á Vermundarstöðum hér í sveitinni.Ég stoppaði þar og fór að spjalla við Björn Ara hvað væri í gangi á Óðalinu hans Mikka. Var þetta hús kanski orðið 4.bala hús eins og gárungarnir segja þegar loftið er orðið eins og Tesía og balar í hverju horni. Björn bauð mér í körfuna og lyfti mér til að taka myndir Frá því sjónarhorni, Ekki neitaði ég þessu boði, fór í körfuna hann lyfti mér eins hátt upp í loftið og hægt var svo útsýnir væri betra fyrir myndatökur smá fiðringur fór um líkamann minn þegar í loftið var komið og leit niður, ég tók myndir í hvelli og bað Bjössa svo að slaka mér niður því ég var ekki eins kaldur og ég hélt. en þetta blessaðist nú allt saman, enda öllu betra að vera jarðbundin við að taka myndir enn að hanga upp í einhverjum körfuKrana við myndatökur.
Bloggar | Breytt 25.4.2008 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ný gata og uppfylling
22.4.2008 | 18:18
Framkvæmdir við uppfyllingu og nýja götu er hafin hér í Ólafsfirði. það þarf að fara mörg ár aftur í tíman til vita hvenær var ný gata og uppfylling fyrir lóðir við hana á dagskrá síðast. þessi uppfylling er á svonefndum flæðum syðst í bænum við Ólafsfjarðarvatn og kæmi mér ekki á óvart að gatan yrði látin heita Bakkabyggð, því Allar götur þarna enda á byggð. Vonandi verður þetta einhver vísir að uppbygging sé hafin á ný hér eftir langa stöðnun og íbúar megi nú fara að líta björtu augum á það að nú sé framundan betri tíð með blóm í haga, og nú sé að hefjast nýr kapituli hér á ný með batnandi samgöngur bæði í Vestur og Austur. Vonandi eigum við eftir að sjá Fjallabyggð rísa af værum blundi eftir langan þyrnirósasvefn með nýjar hugmyndir og framtíðarsýn hér í Fjallabyggð Eystri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vor í lofti
19.4.2008 | 21:24
Já það vantar ekki að vorið sé farið að gera vart við sig hérna í Fjallabyggð Eystri, sól og logn og rennisléttur fjörðurinn dag eftir dag. Snjórinn að bráðna undan hækkandi hitastigi með hverri vikunni sem líður og Sumardagurinn fyrsti eftir tæpa viku. þessi vetur hefur verið frekar snjóléttur miðað við hér áður, og komum við bara vel undan vetri, og alltaf er það nú gaman þegar sól hækkar á lofti og daginn fer að lengja og grásleppukarlarnir hér komnir á fullt, og geta nú svo farið á bryggjuna og sníkja sér Rauðmaga í soðið hjá þeim "sem við köllum nú vorboðann ljúfa". þetta allt er nú staðfesting á að vorið sé nú lokksins komið og sumarið sé framundan með allri sinni dýrð.
Bloggar | Breytt 20.4.2008 kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kántrý kóngar Islands
17.4.2008 | 22:42
Sæll Bróðir Sigurður Helgi Flott mynd af ykkur Kóngunum það er aldeiliss að gott að þetta gangi svona vel í nýja bandinu ykkar. á svo að skella sér í útrás með allt heila klapparið mér finnst þú vera komin með það klára kalla í að vinna þetta með þér í þessu og ef þetta gengur ekki upp hjá ykkur núna, þá er eitthvað að í þessu þjóðféagi. Ég heyri lagið sem þú sendir á síðunni hans Sverir var svolítið að átta mig hverir væru að syngja fannst eittvað kannast við eina rödd þarna, Gömlu hjónin spilum það á hverju kvöldi ef platan verður eitthvað í þessum dúr, þá þurfið þið ekki að hafa áhyggur Nú held ég að þú sért að finna þig í þessum kántrýbransa Loksins lokksins eftir öll þessi ár til mamingju með árangurinn. og gangi þér vel í útrásinni, Mátt senda mér sýnishorn af þessum lögum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Héðinsfjörður
2.4.2008 | 21:14
Svona Blasir við manni Gatið í fjallinu Héðinsfjarðarmegin. nokkrir sleðamenn fóru frá Ólafsfirði Útsýnisferð í Héðinsfjörðin í blíðunni í dag, og myndavélin með í för. Gott sleðafæri var og fjallasýnin ólýsanleg Þvílík fegurð sem blasir við manni þegar upp á fjöllin hér er komið, það er sama hvort vetur eða sumar er á þessum slóðum það er alltaf jafn fallegt á þessum slóðum enda Tröllaskaginn sannkölluð Náttúruperla fyrir fólk sem hefur gaman að fara á fjöll á Sleða eða gangandi á sumrin og skoða landið frá því sjónarhorni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)