Vatnsgangur í Héðinsfjarðagöngum Ólafsfjarðarmeginn

IMG_3956

Starfsmenn Metrostav í Héðinsfjarðargöngum Ólafsfjarðarmeginn hafa verið að berjast við vatnsleka í rúma viku og öll vinna legið niðri við borun og sprengingar á meðan. Vonandi verður þessi vatnsgangur ekki til að tefja verkið mikið og það verði hægt að vinna upp þessar tafir þegar fram líða stundir og okkar menn komist á fulla ferð aftur við að bora og sprengja. 


Héðinsfjarðargöng Ólafsfjarðarmeginn

Verið að hlaða í holurnarFór inn í gönginn í gær verkið gengur bara vel komnir 1100 metra. Ekkert frý verður tekið um páskahelgina nema á sunnudagin frá kl 12. á hádegi til til kl 24 á miðnætti.

Sparidagar á Hótel Örk

Hotel Ork HveragerdiÞá er maður komin heim úr fimm daga ferð á Hótel Örk. Þar vorum við með eldri borgurum frá Akranesi og Kópavogi. Sannkallaður gleði hópur. Það var mikið dansað, spilað og sungið. Uppákomur á hverju kvöldi í boði hússins og félaga eldri borgara.
Ef menn koma ekki endurnærðir og hressir úr svona ferð þá mega menn fara að hugsa sér að panta sér herbergi á dvalarheimili aldraða.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband