Komnir í Héðinsfjörð frá Sigló

Komnir í gegn frá sigló

 Gat komið út í Héðinsfjörð Siglufjarðarmegin  svona birtist Héðinsfjörður bormönnum á Föstudaginn langa þegar þeir höfðu slegið í gegn með norðurljósin í fullum skrúða. Ljósmynd Eduard Straka.

 


Komast þeir í gegn um Páska ??

17.3.08

Nú er allt að gerast í  Héðinsfjarðargöngum Siglufjarðarmegin 20 metrar eftir í gegn í Héðinsfjörð, frá Sigló niðurtalning hafin, eins gott að vera ekki á ferð í hlíðinni Héðinsfjarðarmegin um Páskanna vegna snjóflóðahættu þar.


Sól og snjór og renni vert

Lóa Rós og Karel Bent

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það vantaði nú ekki góða veðrið í gær Sunnudaginn eftir snjó og sliddu slappið sem hefur verið hér undanfarna daga í fjallabyggð Eystri.  Nú voru tekin öll þau tól og tæki dregin fram og farið á Gullatúnið og fengi salíbunu og smá lit í andlitið í leiðinni meðan sólin skein eftir inniveruna undanfarna daga og tölvugláp.


Snjórin í Grindavík

g2

Já svona var nú umhorfs hjá flatlendingunum í Grindavík í vikunni sem leið,allt á kafi mætti halda að þessi mynd væri tekin fyrir Norðan. Ég skrapp í heimsókn til Grindavíkur í vikunni og lá við að ég yrði að moka mig bæði inn á kvöldin og út á morgnanna hefði betur tekið með mér skíðin í þessari ferð heldur en bröltast um á bíldruslunni á milli bæja. Núna á ég betur með að skilja hvað er í gangi þarna fyrir sunnan þegar öll umferð er í uppnámi og allt á kafi  í snjó því það tekur langan tíma að læra að keyra við svona aðstæður og því margir sem lenda í vandræðum því margir bílar eru nú ekki tilbúnir að takast á við þessar aðstæður þarna þegar svona viðrað sem má segja að sé nú afar sjalgæft  á þessum slóðum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband