Héðinsfjarðargöng

Verkframvinda

Hérna má sjá á þessari mynd hvernig staðan er í dag við framkvæmdir á HÉÐINSFJARÐARGÖNGUM.

Ólafsfjarðarmegin voru sprengdir 22 m. en þar var einnig unnið við bergþéttingar auk þess sem unnið var við bergstyrkingar í snúningsútskoti. Lengd ganga orði 2.551 m.

Siglufjarðarmegin gekk það bærilega í síðustu viku fóru  53.m. Lengd ganga þeim megin 3.431 m.

 


Komin heim úr Norskri landhelginni

IMG_7646

 Sigurbjörg ÓF-1 kom heim til löndunar í nótt með rúmar 140 miljóna króna túr eftir 30 daga.Sigurbjörg var á veiðum norður af Noregi

 það gekk nú á ýmsu í þessum leiðangri var frekar óheppin  brælur hömluðu veðum  og svo kom kom bilun í vél í túrbínunni þannig að hún þurfti að fara í land í Tromsö og láta gera við þessa bilun. þetta tafði túrin um 5 sólarhringa sem þeir hefðu geta veri lengur á veiðum og hefðu kannski náð að fylla skipið en það var bara alveg herslumunur að það tækist. En það er nú ekki allar ferðir til fjár en þeir mega nú bara samt vel við una þó það hafi farið mánuður í þetta.

 

 

 


Þorrinn blótaður hjá Kiwanismönnum

Halldór Sæmundur Ólafs og Kjartan ForsetiVið Kiwanismenn hér í fjallabyggð Eystri Héldum okkar þorrablót í gærkvöld í Höllinni það stóð til að Emblunnar okkar kæmu í heimsókn frá Akureyri á þetta þorrablót en maður ræður nú ekki við veðurguðina og ekki voru við nú bænheyrðir í þetta skipti enda norðausta átt og éljagangur og múlinn varhugaverður, og því miður fengum við ekki að njóta návist þeirra og Maka í þetta skipti. Enn við félagarnir makar  og gestir skemmtu okkur bara vel þetta kvöld enda maturinn frábær og öll aðstaða til fyrirmynda á þessum stað.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband