Útivist í Fjallabyggð

Það má nú segja að það hafi viðrað vel til útivistar hér í dag í  fjallabyggð Eystri. það var nú kominn tími á að ungir sem aldnir fengu nú að reina fáka sína hvort sem það voru hjól eða sleðar á Ólafsfjarðarvatni í dag.  Ekki þótti mönnum nú ráðlagt að fara mikið lengra í bili vegna snjóalesins í fjöllunum og brekkum og víða grjót sem standa upp úr ennþá og því ekki gott sleðafæri komið ennþá í bili. þetta var nú svona meira fjölskyldu sport í dag og sumir að koma sér í fílingin fyrir veturinn.

GLEÐILEG JÓL

 

IMG_7080

 


Jólasnjórinn komin

IMG_7103Ég var nú farin að óttast að við hér á Tröllaskaganum fengjum ekki jólasnjóinn okkar hér í fjallabyggð Eystri þetta árið, en hann kom nú blessaður í dag. Mér finnst nú alltaf  jólalegra þegar snæfisþakin jörð er og snjór í trjám og runnum og í kringum jólaljósin okkar. Nú er bara að koma sér í jólagírinn og fara að rifja upp gömlu jólalögin með börnum og barnabörnum þannig að maður standi nú ekki alveg á gati þegar á reynir minnsta kosti að fara svona einu sinni yfir Kvæðin sígildu"nú er hún Gunna á nýjum skóm og jólasveinar einn og átta, og gekk ég yfir sjó og land og fl. þetta ætti nú svo sem nú ekki að verða neitt vandamál með textan á þessum hefðbundnum jólavísum eftir að hafa hlustað og raulað þau í rúm 60 ár en það er bara spurning með röddina kannski hefur nú ryk fallið á hana síðustu árin þannig að það sé nú komin tíma til að hreinsa hana eitthvað.

það vantar snjóinn???

Jón HansHver skyldi nú trúa því að maður kæmist ekki á snjósleða hér í fjallabyggð Eystri um miðjan desember. Ég er búin að búa hér síðan 1950 og hef ekki séð svona tíðarfar og litin snjó hér á aðventunni. Enn nú er öldin önnur svo sannarlega. Hér áður fyrr þurfti maður stundum að moka börnin sín út svo þau kæmust í skólann slíkt og þvílíkt var fannfergið hér í desember.Það hefði stundum verið gott að eiga svona fák á þeim tíma. Enn í dag fer maður bara út í bílskúr núna og klæði sig upp sést á fákinn og lætur sig bara dreyma um að maður sé komin upp á fjöll að skoða náttúrunna og fjallasýnina í miklum snjó og góðu veðri klæða sig svo úr gallanum koma síðan inn og segja við bústýruna "fagurt var á fjöllum í dag elskan."  Enn það er nú spurningin hvort þolinmæðin verði nú yfirsterkari og maður sætti sig bara við þetta ástand og fái sér bara fjórhjól  í framtíðinni til að komast á fjöll, enn nú í dag þarf maður að fara með snjósleðanna á kerrum langar leiðir til að finna smá skafl að djöblast í , ég varla trúi þessu bara. 

Jólaljósaskreytingar

 

"Já" þeir eru nú duglegir hér í fjallabyggð Eystri við að skreyta húsin sín.  Ég fékk mer smá heilsubótagöngu í góða verðinu í ljósaskiptunum í dag og skoðaði jólaskreytingarnar á þeim húsum sem voru komin í jólabúningi og klár að taka á móti skammdeginu þegar birta nitur ekki við nema  2-3 tíma á Sólarhringnum og skammdegið í hámarki. Enn það er nú líka hægt að ofskreyta húsin sín líka, það verður að passa það (Lúkkið)  "fyrrgefið orðalagið" í skreytingunni sé í nokkru samræmi við Húsin Trein og garðinn þannig að ljósin fái að flæða og mynda fallega umgjörð um það sem skreyta á.  Mér sýnist þetta nú að vera að takast  hjá flestum og Bæjabúum  og þeir nokkuð meðvitaðir hvernig  á að gera þetta og ljósaskreytingarnar séu alltaf að verða fallegri og fallegri með hverjum jólum enda er úrvalið af jólaljósunum og jólafígúrum alveg ótrúlega mikið í dag og ekkert dýrt miðað við svo margt annað sem fylgir þessum blessuðum jólum. Og farið nú varlega í stigunum og þegar þið eru að setja upp jólaljósin ykkar svo að allir geti verið heilir á jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Wink


Komin heim úr útlegðinni

100_0900Jæja þá er maður nú komin heim aftur og komin smá jólafílingur í mann. Enn nú þarf maður að fara að huga að jólaljósunum hjá mér, þó að sunnlendingarnir séu mánuð á undan okkur öllum hér í Fjallabyggð  þá fer maður nú ekkert á taugum þó að ég eigi eftir að skreyta allt í bak og fyrir hjá mér þó það sé nú komin Desember enda sennilega einn af gamla skólanum með það að hefja ekki jólaundirbúning fyrr en á aðventunni og ætla bara að halda mér við þann sið.

Vonandi næ ég að koma öllu þessum ljósum upp hjá mér í tæka tíð áður enn hátíðin gengur í garð, og farið varlega í jólaundirbúningnum og passið ykkur á myrkrinu.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband