Kveikt á Jólatréi
30.11.2008 | 20:23
Kveikt var á Jólatrénu okkar í dag fyrsta sunnudag í afventu.Það er nú alltaf gaman þegar Jólaljósin eru tendruð í bænum okkar heitt kakó og piparkökur í boði og þá finnur maður að jólin eru að nálgast ogflestir komnir í jólaskap en þeir sem ekki voru komnir í jólagírinn hrukku heldur betur gang við þessa uppákomu í bænum í dag og sögðu "Já Jólin bara að koma." En hvar voru nú jólasveinarnir?? kannski hefur kreppan verið eitthvað að trublað þá eða kannski eru þeir en að leita að krónunni okkar, og því ekki komist til okkar í tæka tíð, til að taka þátt í þessari uppákomu í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
100 ára afmæli
7.11.2008 | 16:36
Sigríður Gísladóttir var hundrað ára miðvikudaginn 5 Nóvember
Já það eru nú ekki margir sem sem ná svona háum aldri, en Sigríði Gísladóttur fannst þetta bara gaman og var ekkert að stressa sig við þennan áfanga í lífi sínum, og var með hressasta móti.
Sigríður hefur dvalið á Dvalarheimilinu Hornbrekku síðan 1989.
"Myndir úr afmæli siggu eru í myndaalbúmi mínu"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Héðinsfjarðargöng
4.11.2008 | 21:58
"Já það styttist" eins og sagt er.Vonandi lenda þeir ekki í kreppunni okkar þarna inni og allt stoppist þegar við erum á síðustu metrunum að klára að bora og sprengja og Héðinsfjarðargöngin að verða að veruleika. Enn það er mikið eftir ennþá þegar gröftur verður búin en vonandi verður hægt að taka þau í notkun fyrir næsta vetur.
Frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar voru sprengdir 50 m. og er lengd ganga þeim megin um 14.67 m.
Frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar voru sprengdir 38 m. og neyðarútskot tekið í leiðinni og er lengd ganga þeim megin orðin 4.020 m. og þá eru eftir rúmir 1400 m. og kannski seinni partinn í febrúar fari nú að blása vindar frá Héðinsfirði í gegnum þessi göng. Hver veit!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)