Sláturtíðin hafinn

Horft í norðvestur yfir bæinn

Nú eru Ólafsfirðingar á kafi í slátrum þessa daganna í haustblíðunni. það er nú engin búmaður sem ekki tekur slátur. þetta er nú hollur matur og góður og gott er nú að fá sér slátur með grjónagrautnum eða sjóða sér svið þegar vetrarkuldinn skellur á og ekki sér á milli augna vegna snjókomu. þá er innipúkinn í algleymingi hjá manni á þá er gott að narta í einn og einn kjamma með rófustöppu og mús og breiða svo upp fyrir haus og mala eins og köttur þangað til stittir upp.


Firsti Snjórinn fallinn

nullþar kom að því að við í fjallabyggð Eystri fengum fyrsta snjóhretið þó eru enn 20 dagar í fyrsta vetradag ennþá en það er nú svo að ekki fer nú náttúran alveg eftir almanakinu okkar það höfum við svo oft rekið okkur á. Enn það verður  örugglega  unga kynslóðin sem  fagnar þessu hreti og strax byrjað að búa til snjókalla og ýmis önnur listaverk úr þessum snjó.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband