Breitt landslag í Fjallabyggð Eystri

 

 

IMG_7506

Þar sem háir hólar hálan dalinn fylla, Nei nei þetta er ekki mynd úr húnavatnsýslu þetta er bara grjót úr Héðinsfjarðargöngunum sem búið að mala og fer inn í göngin aftur sem undirlag. Ég smellti mynd á þessari sýn í dag þegar ég var á svokallaðri kleifargöngu í norðaustan nepjunni í dag. 


Þorrin gengin í garð

 það er nú ekki hægt að segja  annað en að það sem af er vetri ef að vetur á að kallast hér norðan heiðar, hafi bara verið með eindæmum góður litill snjór og oft stillt og bjart þvílík beiting á veðrinu sem hefur verið að þróast hér undanfarin ár er engum líkur. Hér áður fyrr á þessum tíma sá maður varla á milli augna fyrir stórhríð og norðan roki dag eftir dag og allt komið kaf, húsnúmerin komin upp á skorteininn svo að pósturinn viti hvaða hús er þarna  undir skaflinum og átta sig á í hvaða götu hann er staddur og sjóskóflurnar seldust hér eins og heitar lummur og blaðið á þeim alltaf spegilfægt allan veturinn,  en nú er öldin önnur skóflurnar farnar og komnir strákústar í staðin við dyrnar til að bursta þessi fáu snjókorn af fótunum  og allur snjómokstur heyrir nú sögunni til frá dyrum og gluggum. Nú sýnir maður gestum bara gamlar snjómyndir og segir já svona var nú þetta í gamla daga.  


Fjallaröllt í Tindaöxl

Finnurinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Það var nú ekki annað hægt en að bregða sér í smá fjallagöngu ofan við bæinn minn í þessari blíðu í dag. Sólin að hækka á lofti og farin að skína í efstu toppana hér á Tröllaskaganum. Það hefði nú einhverjum þótt hér áður fyrr að fótabúnaðurin minn væri ekki samkvæm tímatalinu þegar allt ætti að vera á kafi í snjó hér, þá var ég nú bara í strigaskóm. Þessi gönguferð mín var liður í áætlun að ná einhverju af jólakílunum sem hlaðast alltaf utan á mig á þessum tíma, og er ég stundum langt fram á vor að hrista þau af mér, ég ætti nú svo að vita það þegar maður er komin á þennan aldur  þá fara nú þessi aukakíló öll á þverveginn því maður er löngu hættur hækka frekar lækkar maður með aldrinum, hef tekið eftir því alla vegana seinustu árin hjá mér eða kannski alltof  "lár miðað við þyngd" Hehe 


Vor í lofti í Janúar

IMG_7277

Svona er nú veðrið búið hér í Ólafsfirði yfir öll jólin eins og vorið væri á næsta leiti. Enn það er nú bara rétt að byrja janúar og  tíðafarið gjörsamlega búið að rugla mann í árstíðunum, þegar hitin er skoppa upp í 13 stig yfir daginn. það má segja með góðri samvisku  að        2,svar sinnum hefur maður í vetur svona áttað sig á þegar hefur snjóað og jörð orðin alhvít þá hefur maður haldið að nú væri veturinn að koma og byrjað að græja vetrabúnaðinn sinn, þá hefur það bara reynst óskhyggja ein hjá manni, og  fyrirhöfn tímasóun að vera nokkuð að pæla í að vetur konungur væri á næsta leiti hér á Tröllaskaganum, og láta vetrabúnaðinn bara vera þar sem hann er og ekkert að vera spá í veturinn lengur og fara bara að huga að voráhöldunum mínum.


Jólasveinarnir búast til heimferðar

 

 Jólasveinar það mætti halda að þessir Jólasveinar sæju sér engin önnur ráð til að koma sér heim til grýlu gömlu og Leppalúða eftir allan hamaganginn um þessi jól sem senn eru á enda. þeir fengu þetta faratæki að láni vegna þess að það hefur alveg vantar snjóinn þessi jól hér í Fjallabyggð Eystri  og því landleiðin frekar torsótt þegar ekki skíðin þeirra koma að notum í þetta skipti.  Vonandi gustar ekki mikið á þá og þeir skili sér nú allir heilir heim. Mér sýnist að það vanti tvo einn skila sér í nótt og síðasti næstu nótt. Held að sá fremst sem kom fyrstu til byggða sé Stekkjastaur að æfa kveðju athöfninna og venja þá bræður við nýjar aðstæður til heimferðar.


Áramótastemming í fjallabyggð Eystri

ÁramótabrennaÞað viðraði vel hér í gærkvöldi og mikil stemming yfir áramótabrennunni hér í Fjallabyggð Eystri. Eins og vanalega sáu Kiwanismenn í Ólafsfirði um að koma brennunni upp og tendra í henni. þó brennan væri ekki há í þetta skiti var hún bara þeim mun stærri á breiddina og ekki vantaði fólkið það virðist að fleira fólk sé farið að koma og taka þátt í þessari uppákomu hjá okkur á gamlárskvöld og þar mæddi  fólk frá ýmsum löndum sem kemur eingöngu til  að taka þátt í áramótagleðinni hér á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband