Réttir í Fjallabyggð Eystri

Réttað var hér í Ólafsfirði Föstudaginn og Laugardaginn og er nú svo komið í dag að réttinn okkar er að verða alltof lítil, almeningur tekur ekki nema helming að því fé sem kemur að Fjalli þetta árið, svo nóg verður að keti hér í firðinum fagra í vetur. Mér finst nú ekki beint vera hægt að kalla þessa  HOPPÍ BÆNDUR lengur þessu nafni heldur (FjárbændurFjallabyggðar) því ég held að það sé komið meyra fé hér í firðinum fagra enn var þegar ég var smá gutti í gamla daga og Pabbi var að stunda þennan búskap með sjómeskunni sinni. Bara gaman að sjá að það er mikkill hugur í mönnum og samtaka mátturinn mikill hjá þessum bændum að snúast í kríngum þessar kindur sínar og við bæjarbúar fáum að fylgjast með þessum uppgangi hér og Börn og barnabörnin okkar fái að njóta þess að taka þátt í þessum félagsskap.

Réttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband